Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Smá vinnustaðar-húmor

 

Til allra starfsmanna:

Það er mér mikil ánægja að tilkynna að jólahlaðborð fyrirtækisins, verður haldið hér á staðnum þann 28 desember. Jólaskreytingar verða komnar á sinn stað og lítil hljómsveit mun spila vinalega og velþekkta jólasöngva. eigandinn kemur og leikur jólasveininn og hann ætlar líka að kveikja á jólatrénu. Þið megið koma með jólagjafir en þær mega ekki kosta meira en 500 krónur.

Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar friðar á aðventu og gleðileg  jól.

Eva Lind starfsmannastjóri

 

Til allra starfsmanna:

Það var aldrei ætlun mín að móðga vinnufélaga okkar sem ekki halda jólin hátíðleg. Ég veit að helgidagarnir þeirra eru ekki alveg samstæðir okkar. Þess vegna köllum við jólahlaðborðið framvegis árslokaveislu. Af þessum ástæðum verður ekkert jólatré og engir jólasöngvar, eigandi hefur lofað að skilja jólasveinabúninginn eftir heima

Og ég hef nú sagt mig úr þjóðkirkjunni og aðhallast ekki lengur neinni sérstakri trúarstefnu, svo ég ætti nú ekki að klikka á því í framtíðinni að sína fullkomna óhlutdrægni.

Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar góðra stunda.Eva Lind starfsmannastjóri

 

Til allra starfsmanna:

Félagi í AA-samtökunum sem ekki vill láta nafns síns getið af eðlilegum ástæðum, krefst þess að á árslokaveislunni verði þurrt borð. Mér er sönn ánæga að tilkynna að það verður orðið við þessum óskum en vil um leið benda á að þurrkinn eftir veisluna get ég ekki ábyrgst. Þar að auki verða ekki gefnar jólagjafir þar sem að verkalýðsfélagið frétti af þessum jólagjafa-skiptileik okkar og mótmælti harðlega, það telur 500 krónur allt of háa upphæð í jólagjafir.

Eva Lind starfsmannastjóri

 

Til allra starfsmanna:

Að sjálfsögðu tökum við tillit til þeirra sem ekki reykja. Teppi verður notað til að skipta veislusalnum í tvær deildir. Möguleiki er á að hafa reyklaust fólk í tjaldi fyrir utan veitingahúsið.

Eva Lind

 

Til allra starfsmanna:

Með mikilli útsjónarsemi hefur mér tekist að stilla salnum þannig upp fyrir félaga okkar úr megrunarklúbbi fyrirtækisins að þeir sitji sem lengst frá hlaðborðinu. Ég passaði líka upp á það að taka frá sæti fyrir ólétta sem næst salernisdyrunum. Hommar geta að sjálfsögðu fengið að sitja hlið við hlið ef þeir vilja.

Eva

 

Til allra starfsmanna:

Nei lesbíur þurfa ekki að sitja hjá hommunum og þær geta líka fengið sér borð ef þær vilja, að sjálfsögðu verður passað upp á að blómaskreytingarnar á öllum borðum verði allar eins og að þær séu allar jafn stórar.

Ég er líka búinn að láta kokkana vita af  því að ekkert svínakjöt má koma nálægt þeim mat sem verður á hlaðborðinu, boðið verður upp á svínakjöt á sér borði sem verður sérstaklega stúkað af.

Ég man ekki lengur hvað ég heiti p.s. Gott væri ef einhver gæti sent mér nafn og titil í tölvupósti.

 

Til allra starfsmanna:

Grænmetisætur! Ég beið nú bara eftir að heyra frá ykkur. Mér er svo innilega, alveg skít sama hvort veislan passar fyrir ykkur eða ekki, étið bara ykkar helv salat og hráu tómata. Munið svo að tómatar hafa líka tilfinningar. Þeir æpa þegar maður sker í þá, ég hef sjálf heyrt í þeim.Félag starfsfólks án sérþarfa hvað er það?! Mín vegna getið þið öll farið til tunglsins 28.des til að sitja eins langt frá öðru starfsmönnum og þið mögulega getið. Njótið,.Jæja vonandi eru allir ánægðir, ekki það að mér sé ekki drullu sama, ég er á leiðinni annað.

Ég óska svo öllu staffinu hvínandi góðra jóla, drekkið ykkur drullu-full, svo þið farið í kóma!

Kveðja "TÍKIN" á skrifstofunni

 

Til allra starfsmanna:

Ég er viss um að ég tala fyrir hönd okkar allra, þegar ég óska Evu Lind góðs bata. Það verður metið við ykkur ef þið sendið henni kort með góðum óskum á Geðdeildina. Ég hef ákveðið að það verður ekki nein árslokaveisla eða jólahlaðborð. Þið megið taka ykkur frí allan daginn þann 28. desember á fyrirtækisins kostnað. Gleðileg jól!

Kveðja eigandinn

 

Smá grín vonandi hafa allir húmor fyrir þessu rakst á eitthvað svipað á netinu og fannst við þurfa okkar eigin útgáfu. Gleðilega hátíð Eva Lind.....:)


Ljóð

Skrítið

 

 

Stundum er lífið svo skrítið,

þá finnst mér það nú ósköp lítið.

En þó það sé svona agnar smátt,

þá er það allt sem ég hef átt.

 

 

Og þó lífið hafi oftast sett mig í hálfgert kerfi,

Þá finnst mér gott að það hafi verið erfitt.

Því það hefur kennt mér svo margt,

þó hér verði aldrei allt sagt .

 

 

Stundum hefur mig langað að deyja,

og beðið þess meira að segja.

En þá hefur mér hugkvæmst hátt,

að þetta líf er allt sem ég hef átt.

 

 

Ég hef haft kjark fram á seinustu stund,

og aldrei verið hrædd við að far á þinn fund.

Því bið ég þig auðmjúklega herra,

láttu aldrei kjark minn þverra.

                                                      Eva lind


Jæja þá er best að byrja...

Það hljómar örugglega svolítið furðulega þegar ég seigji frá ástæðunni fyrir því að ég ákvað loksins að byrja að blogga. Ég hef í gegnum árin oft hugsað um að byrja en aldrei haft mig út í það yfirleit finnst mér ég bara ekki hafa neit merkilegt að seigja.

En ástæðan á bakvið þetta núna, er að góð vinkona mín var að deyja og ég hef ákveðið að útbúa svona minningarsíðu fyrir hana.

Hún er hér tilhliðar undir bloggarnir mínir!!! 

En fyrst þarf ég nú að finna út úr því hvernig þetta allt saman virkarBlush


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.