Hamingja hvað er það ?

Stundum reynist mér algjörlega ómögulegt að skilja lífið, þeim stundum bregður þó fyrir að ég þykist sjá glita í einhverskonar skilnings á því djúpt í iðrum eigin vitundar . Ég hristi þó fljót hausinn yfir eigin hugsunum, brosi út í annað og held áfram lífsbaráttunni. Mér lærðist snemma í þessari baráttu minni að jákvæðni og æðruleysi eru bestu vopnin, þó ekki sé alltaf auðvelt að halda því hugarfari og mér fallist stundum hendur og bölvi út í loftið af mikilli innlifun.

Heiðarleiki finnst mér afar mikilvægur, að koma til dyranna eins og þú ert klæddur. Að seigja frá því þegar þú ert hrædd, óörugg ,einmanna, reið og full vanmátar. Upplifa ekki allir svoleiðis augnablik og eru þau ekki alveg jafn mikilvæg og þau augnablik sem eru full af gleði, tilhlökkun,   hlátri og fullvissu  ?

Og svo þessi stóra spurning er ég hamingjusöm, ég held því fram að ég sé það. Stundum er ég beðinn um að rökstyðja það og útskýra, en get það ekki....... Þýðir það þá að ég sé ekki hamingjusöm, er hamingjan mælanlega eining ? Ef ég er hamingjusöm þýðir það þá að ég verði aldrei hrædd ,óörugg, einmanna, reið osfrv. .......................... ?

Kv  pælarinn......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hm.  Maður hættir örugglega aldrei að leita að hamingjunni allavega.  Sama hvað ég verð oft glaður þá finnst mér ég ekki vera hamingjusamur fyrr en ég er kominn með allt sem ég vill.  Ekki að maður fái allt sem maður vill.  Ef gleðin er nægileg til að halda manni við efnið í leitinni að hamingjunni held ég að maður sé nokkuð hamingjusamur þegar það er stutt í gleðina.  Ef að það meikar þá eitthvað sens :D

Baldvin (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband