Guð hefur valdið til þess að sýna sig.
31.8.2007 | 18:14
Sumir skýla sig á bakvið það sem í biblíunni stendur og nota hana til þess að rökstyðja mál sitt og halda því svo fram að það hafi aldrei verið vinsælt eða auðvelt að vera kristinn. Það finnst mér ekki rétt, það er bara ekkert auðvelt að vera manneskja og reyna að breyta rétt sama hverrar trúar þú ert
Sumir menn eru ótrúlega fróðir og hafa þann hæfileika að geta komið skoðunum sýnum á framfæri á mjög sannfærandi hátt, miklum gjöfum fylgir mikil ábyrgð.
Ég sjálf hef rifið kjaft ofan í rassgat............ég hef farið frjálslega með sannleikann, svikið og sært aðra,,, allt í nafni þess að mín skoðun væri sú eina rétta.........en það færði mér enga hamingju.
Ég trúi á guð og hef alltaf gert það, ég trúi í einlægni á hann og stundum hefur trú mín verið veik en oftast sterk, hann hefur komið mér í gegnum ótrúlegustu hluti þegar að ég sjálf var búinn að gefast upp ... Hann hefur sýnt mér að kærleikurinn er mestur.....
Athugasemdir
Ég elska Guð en ég trúi ekki á fleiri 100 ára heilaþvott
Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.8.2007 kl. 18:39
sammála
Eva , 31.8.2007 kl. 18:44
Ég skil vel hvað þú meinar, Eva, ég hef oft verið nálægt því að gefast upp, og Guð hefur ýtt í mig. Síðustu árin þá hefur samband mitt við Guð styrkst, sérstaklega af því að svo margt hefur gerst í lífi mínu, og ég hef þurft mikið á trúnni að halda. Það er oft sagt að Guð gefur fólki það sem það getur þolað...stundum finnst mér Guð halda að ég sé sterkari en ég virkilega er, en þá man ég að Hann veit best, þannig að ég treysti því sem hann leggur fyrir mig.
Mér finnst ekki að fólk eigi að rökstyðja syndir sínar með því að vitna í biblíuna, eða fela sig bakvið rituð orð biblíunnar. Við höfum öll syndir í fortíð okkar, best er að læra af þeim. Mér ofbíður þegar fólk fer útí öfgar...sérstaklega þegar kemur að trúarbrögðum. Ég hef oft lent í því að fólk sem er nýbyrjað að fara í kirkju, og Guð er nýbúinn að BJARGA þeim, þá vill það oft bjarga öðrum, og allt í einu þá er allt sem að maður segir eða gerir ekki rétt, þó svo að viku áður var sama fólkið að gera það sama og þú. Svoleiðis hlutir fara í taugarnar á mér...
Mér finnst að allir hafa rétt að trúa því sem það trúir, svo lengi sem að fólk reynir ekki að troða sínum trúarbrögðum ofan í mig. Ég trúi á Guð, ef þú trúir á Buddha, eða ekki á neitt, eða hvað sem er, þá er það þitt mál, alveg eins og það er mitt mál að ég trúi á Guð... Ég er þér svo sammála, elsku Eva Lind, kærleikurinn er mestur og mikilvægastur
Bertha Sigmundsdóttir, 1.9.2007 kl. 08:41
Amen!!
sástu skilaboðin sem ég sendi þér um hittinginn á fimmtudag :)
kv nína
Nína (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 22:35
Eva mín þetta var fallegt.
Mér varð hugsað um ýmislegt.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.9.2007 kl. 11:25
Sá engin skilaboð
Eva , 4.9.2007 kl. 13:34
Ég var að heyra á ónefndri sjónvarpsstöð að guð væri að gera góða hluti hér á landi og hefði meira að segja breytt hóruhúsi í guðshús...
p.s. ég vissi ekki einusinni að það væru til hóruhús á Íslandi
Davíð, 4.9.2007 kl. 23:37
Þú segir,,,,,, ekki vissi ég að þessu hóruhúsi kannski spurning um að ég skipti um stöð
Eva , 5.9.2007 kl. 01:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.