Fóstureyðingar.
7.9.2007 | 16:50
Það er búinn að fara fram heit umræða um fóstureyðingar núna undanfarna daga á netinu, ég hef reynt að koma því sjónarmiði mínu á framfæri að ég er ekki á móti fóstureyðingum vegna þess að ég tel að meta verði hvert mál sérstaklega og fólk eigi alls ekki að alhæfa neitt í þessum efnum.
Ég hef leyft mér það að vitna í eigin reynslu hvað þessi mál varða enda er hún mín eigin og gefur mér ágætis innsæi í þessi mál. Eitthvað fór það fyrir brjóstið á honum Magnús Ingaog benti hann mér góðfúslega á að ræða mín mál í einrúmi við einhvern (ekki veit ég af hverju ég ætti að þurfa þess) því að þetta væri ekki viðeigandi á opinberri síðu þetta þótti mér frekar fyndið þar sem að hann hafði þegar kallað mig morðingja opinberlega en þolir svo ekki að ég skuli vitna í reynslu mína og segjast ekki sátt við að vera kölluð morðingi.
Hvað finnst ykkur?
Athugasemdir
Ég efast um að þetta sé létt ákvörðun sem verðandi móðir tekur og því fór það rosalega í mig þegar einhver karl líkir fóstureyðingu við morð.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.9.2007 kl. 17:20
Sem trúuð persóna, þá get ég ekki sett mig í dómarasæti yfir þeim sem fara þennan veg, ég þekki of marga sem hafa valið þetta, og veit hvernig þau skref voru (þung). Ég er því öndverðumegin í þessum málum enn sumir. Þú ert ekki morðingi, ég virði hreinskilni þína.
Eru Fóstureyðingar of sjálfsagður hlutur, já ég tel svo vera, það mætti skoða það aðeins betur, enn hvar drögum við línurnar, hver er mörkin og hver mundi dæma um slíkt, þetta er allt afskaplega flókið mál, og betra fólk enn ég verður að koma að þessu.
Guð blessi þig og varðveiti.
Linda, 7.9.2007 kl. 20:27
Takk fyrir þetta Linda, það er margt til í því sem þú ert að segja ég las líka ummæli þín inn á blogginu hennar Höllu og skil vel hvert þú ert að fara.
Eva , 7.9.2007 kl. 20:38
Já þetta er viðkvæmt mál, og ekki dettur mér í hug að gerast dómari yfir konum sem að hafa farið þessa leið, en aftur á móti tel ég að mikið sé hægt að gera til þess að ekki þurfi að koma til fóstureyðinga. t.d. með því að taka unglingsdrengi fyrir og fræða þá um það hvernig fóstureyðng sé framkvæmd, og hve erfið hún er sálarlega fyrir stúlkur.
Magnús og Jón Valur eru algjörlega á móti öllum fóstureyðingum, og þeir hafa full réttindi til þess. Mér finnst leitt hvað þeir þurfa að sitja undir miklum árásum fyrir sínar skoðanir. Það er gefið út skotveiðileyfi á þá félaga um leið og þeir gefa út sín álit.
En samt verður alltaf að muna að aðgát skal höfð í nærveru sálar
Guðrún Sæmundsdóttir, 7.9.2007 kl. 21:08
Mér finnst allt í góðu með það að þeir félagar lýsi yfir sýnum skoðunum, ég bara get ekki sæt mig við svona óábyrgt tal eins og Magnús Ingi notaði á sinni síðu.
Eva , 7.9.2007 kl. 21:20
Guðrún.Til hamingju, þú ert sú eina sem dregur karlmenn til ábyrgðar og leggur til fræðslu til þeirra.
Eva. Í þessu landi er fullt frelsi til að tjá sig um og gera allt sem manni sýnist svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Þú ert hugrökk og hefur fullan rétt á að tjá þig og gefa þitt álit.
Halla Rut , 8.9.2007 kl. 00:23
Sammála Halla.
Eva , 8.9.2007 kl. 00:25
Eva ég sendi honum smá tilkynningu frá mér. Þar spyr ég hann hvort hann hafi hugleitt að það átti aldrei að ráðast inn í líkama 9 ára barna og þetta barna átti alfrei að verða til.
Já þú mátt tala eins og þú villt um persónulega reynslu þína. Það er ekki hægt að banna þér það.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.9.2007 kl. 11:47
Þíð eruð öll æði
Sammála í því máli Þórunn.
Eva , 8.9.2007 kl. 14:10
Guðrún, árásir á þá félaga hafa ekkert með skotveiðileyfi að gera. Þeir sýna viðmælendum sínum, og sérstaklega konum virðist vera, litla virðingu og snúa oft út úr frekar en að vera málefnalegir. Ég er ekkert að setja út á þeirra skoðanir, enda búum við í frjálsu landi. Sé það rétt að Magnús Ingi hafi kallað Evu Lind morðingja, á hann skilið allt það skítkast sem hann fær. Það er kallað ærumeiðingar og er ólöglegt, fyrir utan að vera ómanneskjulegt, heimskulegt og ókristið. Sem betur fer eru þeir ekki fulltrúar meirihluta kristins fólk.
Eva Lind, þú ert með hugrakkari manneskjum sem ég veit um. Ef þú vilt tala um reynslu þína á opinberum vettvangi átt þú heiður skilið. Það er nákvæmlega það sem fullt af ungu fólki þarf á að halda, opinskárri umræðu, ekki boðum og bönnum. Ef ég ætti hatt, tæki ég hann ofan fyrir þér. Ég læt mér það nægja að kyssa á þér afturendann (kiss your ass).
Villi Asgeirsson, 8.9.2007 kl. 21:18
Ég hef ekki kallað neinn morðingja. Þetta eru auðvitað helber ósannindi. Hins vegar hef ég sagt að fóstureyðing sé morð, en það er ekki það sama. Það er Eva Lind sjálf sem vill snúa þessu upp á sjálfa sig persónulega. Ég hef ekki sóst eftir slíkri umræðu um persónu hennar, heldur þvert á móti. Ég er á móti því að umræður um siðferðismál fari að snúast um ákveðnar persónur, hvorki um um mig, fyrir að hafa minar skoðanir, né um aðra. Slíkt háttalag finnst mér vera barnaleg. Ef hún vill ræða sjálfa sig þá er það hennar mál, en ekki vera að blanda mér í það með þessum hætti plís.
Þetta einelti sem virðist vera í tísku gagnvart fólki sem hefur ákveðnar skoðanir á fóstureyðingum, samkynhneygð og trúmálum er tímanna tákn. En eins og postularnir voru glaðir yfir að þola háðung vegna nafns Jesú (post 5:41), er ég sáttur við þetta einelti ykkar. Auk þess eruð þið þá ekki að djöflast öðrum á meðan.
Jeremía, 8.9.2007 kl. 21:31
Það er nú þannig Magnús að siðferðismál snúast um persónur, þetta eru ekki bara tölur á blaði
DoctorE (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 22:03
Sæll Magnús
Ef fóstureyðing er morð, þá hlýtur konan sem fer í fóstureyðingu að vera morðingi sem og læknirinn sem framkvæmir aðgerðina. Það er ekki hægt að fremja morð án þess að það sé einhver gerandi. Einföld rökfærsla
PS ég er ekki á móti fóstureyðingum né samkynhneigðum en legg heldur fólk aldrei í einelti. Fóstureyðingar eru erfitt mál og ég met mikils hreinskilni þeirra sem hafa þorað að koma fram í allri þessari umræðu af hreinskilni. Gott með þig
Katrín Vilhelmsdóttir, 8.9.2007 kl. 22:06
það hlýtur að vera eitthvað að hjá honum, ég segi bara ekki annað....
halkatla, 9.9.2007 kl. 00:11
Takk Villi ......
Góður punktur DoctorE og Katrín.....
Já Anna hvað á maður að segja.....
Magnús þegar þú segir að fóstureyðingar séu morð þá ertu að kalla allar konur sem farið hafa í fóstureyðingu morðingja ekki bara mig það er ekkert hægt að komast hjá því.
En annars ætla ég ekkert að ráðast að þér persónulega enda þekki ég þig ekki neytt og þú ekki mig, fannst bara frekar asnalegt þegar þú bentir mér á að það að það væri ekki viðeigandi fyrir mig að vitna í eigin reynslu og kem ég ekki til með að gera það aftur hvað þessi mál varðar á þinni síðu fyrst það fer svona fyrir brjóstið á þér.
Og Magnús það er ekkert verið að leggja þig í einelti sterkum skoðunum fylgja sterk viðbrögð...( ég held að fólk geti alveg virt skoðanir þínar....... það er hvernig þú setur þær fram sem fer fyrir brjóstið á fólki ) ætlað mér ekkert að særa þig neytt sýndist bara á öllum skrifunum þínum að þú værir frekar töff karl þannig ef ég hef eitthvað sært eða móðgað þá bið ég þig hér með afsökunar á því.
Eva , 9.9.2007 kl. 02:23
hvenrig móðir væri sú kona sem ekki gæti elska barnið sitt venga þess að hún séi andlit þess sem henni naugaði hvenig líf væri það fyrir það barn, mér finnst það vera val hverrar konu að meta í það og það skipti aðvitað á maður ekki að nota þetta sem getnaðarvörn en það eru til tilfelli sem er hægt að gera undantekningu
Inga Dögg (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 17:50
Takk fyrir þessi skrif Eva Lind, það virðist vera tískan í dag að setja trúaða undir sama hatt -sem er alfarið rangt. Ég segi eins og Guðrún og Linda hér ofar, ég set mig ekki í dómarasæti eins og þeir vilja gera. Auk þess er ég karlmaður og mun sennilega aldrei skilja þær tilfinningar sem konu ganga í gegnum, ég tala nú ekki um ef um fóstureyðingu er að ræða. Þannig ég lít svo á að það eru til undantekningar við fóstureyðingar, þar má nefna; nauðgun, ungur aldur, líf annars aðilans er í hættu og svo framvegis.
Það sem ég er að segja er að ég er ekki hlynntur fóstureyðingum, heldur verður ALLTAF að meta aðstæður hverju sinni og vega og meta hvort fóstureyðing sé réttlætanleg. Enda á hver kona að geta haft frelsi til þess að velja og hafna, því hennar og líf barns er að veði stundum.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.9.2007 kl. 13:25
Inga ég skil hvert þú ert að fara, það er erfitt að setja sig í spor konu sem hefur verið nauðgað og gengur svo í þokkabót með barn nauðgarans undir belti.
Konur sem lenda í slíku eiga fullann stuðning samfélagsins skilið, þær þurfa síst á því að halda að vera úthrópaðar sem morðingjar af einhverju fólki út í bæ ef þær ákveða að fara í fóstureyðingu þær eiga að hafa valið sjálfar.
Já Guðsteinn ég er orðinn hundleið á því að vera sett undir sama hatt og sumt fólk sem af einhverjum ástæðum telur sig hafa einhvern sérstakan skilning á orði guðs og að það verði að troða þeim skilning ofan í kokið á okkur hinum. Ekki misskilja mig ég er ekki á móti trúboði mér finnst bara sumir ekki best til þess fallnir að stunda það, þeir gera voða lítið annað en að hræða fólk frá trúnni ......
Eva , 12.9.2007 kl. 17:52
Sæl Eva, mér finnst alveg skömm af því hvernig Magnús talaði til þín og um þig, og ég skrifaði eftirfarandi orð á bloggsíðunni hans, ég vona að þér sé sama að ég notaði þig sem dæmi nokkrum sinnum. Mér finnst þetta rosalega viðkvæmt mál, og óþarfi að vera að kalla kvenmenn morðingja, og svo segja við okkur að við eigum ekki að tala um okkar persónulegu reynslur. Því miður skilja ekki allir karlmenn að við höfum þurft að ganga í gegnum margt sem þeir munu aldrei upplifa, og stundum verða þeir að skilja að þeir geta ekki talað um kvenmenn á niðurlægjandi hátt þegar kvenmenn taka erfiðustu ákvarðanir lífs síns. Lestu það sem ég skrifaði, og ef þú vilt, láttu mig vita hvað þér finnst Þú ert dugleg, og haltu ótrauð áfram að vera þú, alveg sama hver eða hvað reynir að rífa þig niður...
Ég held að það fari ekki illa með sálarlíf ungmenna að gefa börnin sín, eða setja í fóstur, ef til vill hjá ættingja. (Magnús sagði þetta)
Ertu ekki að grínast, Magnús? Hvað heldurðu að gerist með sálarlíf ungmenna þegar það gefur börn frá sér? Ertu að reyna að telja fólki trú um það að þetta sé auðvelt mál, að gefa börn frá sér sé svipað og að gefa frá sér peysu?
Það er verið að tala um ungar stúlkur, kannski er búið að nauðga þeim (sem er langt í frá gott fyrir sálarlíf þeirra), í þokkabót verður stúlkan ólétt, og þú ert að segja að hún eigi að ganga með barnið í níu mánuði, svo á hún að fæða barnið, og svo á hún að gefa barnið frá sér, og sálarlíf hennar er ekki skaðað?
Mér finnst alltaf fyndið þegar karlmenn vilja tala um hvernig kvenmönnum líður í sambandi við þungun, nauðgun, fóstureyðingu, hvað vitið þið um það? Ef þetta væri dóttir þín, Magnús, myndirðu ráðleggja henni að ganga með barn nauðgarans í níu mánuði? Eða myndirðu gefa henni sömu ráð og þú gafst Evu, ekki tala um þetta opinberlega, heldur í einrúmi.
Þú ert að ræða þessi mál opinberlega á þinni bloggsíðu, en vilt samt sem áður gefa fólki reglur um hvernig það má tala um sínar skoðanir. Þú vilt ekki að Eva tali um sínar persónulegu reynslur, hvað annað getur hún gert, hún er kona, hún hefur þurft að taka þessa erfiðu ákvörðun, og ég er nokkuð viss um að maðurinn sem að aðstoðaði með óléttuna (já, það tekur tvær manneskjur að skapa barn/fóstur), var ekki lengi að stinga uppá því að hún færi í fóstureyðingu.
Magnús, sem karlmaður hefur þú verið svo heppinn að þú hefur ekki þurft að taka ákvörðun um að fara í fóstureyðingu, þú hefur aldrei verið þungaður. Ef þú átt barn/börn, hugleiddu hvernig sálarlíf þitt væri ef þú gæfir í burtu nýfætt barn þitt, sem að þú hefur engan möguleika á að sjá fyrir, og segðu svo að það fór ekki illa með sálarlíf þitt, það mun gera þessa umræðu aðeins jafnari.
Bertha Sigmundsdóttir, 12.9.2007 kl. 19:55
Flott hjá þér Bertha!
Eva , 14.9.2007 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.