Tíminn fljótur að líða .........blabla..........
14.9.2007 | 17:57
Ég og elsti sonur minn vorum að tala saman um daginn, þegar að ég fattaði að hann er að verða 16 ára núna í desember eða jafn gamall og þegar ég varð ólétt af honum, ég horfði á hann um stund og velti því fyrir mér hvert tíminn hefði flogið...
Svo fór ég að hugsa um það hvernig ég fór að því að ala upp svona yndislegan dreng, ég pæli líka í því þegar ég sé hann og vini hans og vinkonur tala saman, hvað ég var mikið barn þegar hann fæddist það má segja barn að ala upp barn ,farin að leigja með kærastanum/pabbanum. Hann var 19 ára svaka töffari og núna 17 árum, 2 börnum, basli og miklum veikindum seinna á ég þennan yndislega unga mann sem er stoð og stytta mömmu sinnar og ekki hjálpar sú 12 ára minna til þó gelgjan sé stundum að ganga af henni.
Þetta er ekki búið að vera auðvelt en samt margfalt þess virði og allar fórnir sem ég hef fært gerði ég með glöðu geði ég elska þessa krakka mína og er að rifna úr stolti yfir því að við höfum gert þetta allt saman 2 ein ég og pabbi þeirra við höfum verið svo ótrúlega heppinn að eiga hvort annað að
Kkv monthænan.
Athugasemdir
Til hamingju með þetta Eva Lind mín.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.9.2007 kl. 21:33
Segi sama og Jórun... Til hamingju með þetta Eva Lind mín.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.9.2007 kl. 23:29
Það er ekkert sjálfgefið..þið eru heppin að hafa náð að halda saman og ala upp börnin ykkar....þó þið hafið verið nánast börn sjálf með fyrsta barn
Solla Guðjóns, 15.9.2007 kl. 22:38
Ég á líka strák sem verður 16 ára í apríl og stelpu semverður 20 ára í apríl. jahérna hvað tíminn er fljótur að líða. Unglingar eru svo skemmtilegt fólk, og það eru hrein forréttindi að fá að umgangast unglinga nútímans. þau komu mömmunni meðal annars á bloggið, og eru líka búin að koma mér á msn, svo var ég eitthvað að væla í þeim að ég vildi fá svona myspace síðu, en þau sögðu að hún væri ekki fyrir svona gamlingja einsog mig (45) ég þarf nú að afsanna það
Guðrún Sæmundsdóttir, 17.9.2007 kl. 22:11
En hvað þetta var falleg lesning. Það er æði misjafnt ferðalagið sem lífið bíður okkur mannfólkinu uppá. Það er stundum eins og sumir fái allar raunir á sig en aðrir renna í gegn um lífið eins og blaut sápa í votum farvegi. Það er svo mikilvægt að reyna að líta mest til þeirra hluta sem hafa gefið manni gott og líta með ánægju til þeirra hluta sem maður hefur gert vel, eins og þú gerir með börnin þín. Það er ekki hægt að komast í gegn um lífið ef ekki er í för bjartsýni, jákvæðni og almenn ánægja með þá hluti sem gengið hafa vel hjá manni.
Gangi þér allt í haginn.
Halla Rut , 19.9.2007 kl. 01:03
Svo ég komi nú að öðru, ég var að frétta að hálfsystkini þín á Akureyri eru náskyld mér, gaman að þessu
Huld S. Ringsted, 19.9.2007 kl. 13:28
Hæ ég er búin að setja meira um lesblindu viltu kíkja og kvitta til að koma þessu inn í umræðuna..Fyrirfram þökk Solla. Svo er ég bara held ég að fá tíma til að fara að skoða blogg bloggvinana minn.
Solla Guðjóns, 19.9.2007 kl. 16:58
Takk Takk þið eruð öll svo miklar dúllur smútsj
Já Hulda þetta er lítill heimur ekki satt
Eva , 21.9.2007 kl. 20:47
Eva Lind ert það þú sem átt greinina sem er á síðunni hjá Lesblindusetrinu....eftir Evu lind......þetta er alveg stór góð grein elskling
Solla Guðjóns, 25.9.2007 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.