Er ég svona áhugaverð ??

Vegna mikillar eftirspurnar frá vinum og vandamönnum hef ég ákveðið að byrja aftur að blogga. Ekki hef ég hugmynd um hvað þeim finnst svona áhugavert við röflið í mér,  mér hefur alltaf þótt ég frekar „plain“ .....

Stundum tekur lífið óvæntum breytingum okkur algjörlega að óvörum, mitt gerði  það núna í maí síðastliðnum það tók mig eiginlega í rassgatið.. Og ég af mínu alkunna jafnaðargeði brást við af miklum þroska ég fór í fýlu..... Og er eiginlega búinn að vera í fýlu síðan milli þess sem ég hef lagst niður og grenjað af miklum eldmóð,,,, skemmtilegt ekki satt.

Mér hefur nefnilega reynst erfitt að finna mína hillu í lífinu og fullorðnast og hef velt því fyrir mér hvort það sé vegna algjörs hæfileika skorts af minni hálfu og hvort ég sé hugmyndarfræðileg ófrjó.. En eftir þrálátar pælingar hef ég komist að þeirri niðurstöðu  að ég hef marga óvenjulega og ótrúlega hæfileika, ég get,,,,, t.d talið ljósastaura af mikilli  áfergju og veit nákvæmlega hvað það eru margir ljósastaurar á milli staða sem ég fer á ... Ég fer sko ekki á marga staði stundum getur ein búðarferð verið mér algjörlega ofviða og ég byrja öll að skjálfa og svitna af tilhulsunni einni saman smart ekki satt. Ég hef í gegnum tíðina leitað til lækna vegna þessara annmarka minna og þeir hafa sagt mér að hausinn á mér sé eitthvað vitlaus tengdur og það valdi þessari ofurviðkvæmni minni . Skildi heilablæðingin sem ég fékk hér um árið tengjast þessu eitthvað eins gott að spyrja að því í næstu ferð til læknisins.......???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl elskuleg

Gaman að lesa bloggið þitt, þú hefur alltaf verið skemmtilegur penni.

Gangi þér vel mín kæra og knús á þig.

Unnur Björt (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.