Jæja .....
28.1.2009 | 22:59
Þó að lífsleiðin sé rétt við það að drepa mig, kætist ég nú aðeins við að sjá þessa frétt.
Finnst ykkur ekki alveg makalaust að krónan skuli styrkjast og það er stjórnarkreppa í landinu..
Hvað ætli að gerist ef við skiptum um í Seðlabankanum líka.......?
Krónan styrktist níunda daginn í röð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég sé samsæri í öllum hornum þessa daganna, er Davíð ekki bara að handstýra krónunni, hann verður síðan rekinn eftir helgi, þá sleppir hann handstýringunni, og allt fer til andskotans, og þá getur hann sagt........ "sko sagði ég ekki, það er bara ég sem get stjórnað"
Sigurveig Eysteins, 29.1.2009 kl. 06:46
Jú það væri svo sem eftir honum maðurinn er með al svakalega guðkomplexa................
Eva , 29.1.2009 kl. 07:45
Krónan er að styrkjast vegna þess að núna eru að streyma inn greiðslur vegna útflutnings okkar í des. Þetta gerist 30-45 dögum eftir að vara hefur verið flutt út. Vöruskiptajöfnuður okkar var svo hagstæður vegna des að það er farið að skila sér.
Vegna gjaldeyrishaftanna hefur Davíð kallinn ekkert með þetta að gera. Hvorki til góðs né ills.
Óskandi að við höldum áfram að flytja út meira en við flytjum inn til landsins; þá heldur krónan áfram að styrkjast.
Allar forsendur munu svo breytast ef að gjaldeyrishöftunum verður aflétt.
Kristján Þór Gunnarsson, 29.1.2009 kl. 15:00
Takk fyrir upplýsingarnar Kristján ég er sko hálfgerður vitleysingur í þessum efnum........... Og ég hef ekkert sérstaklega á móti Davíð mér finnst bara eiga að skipta út allstaðar.og fá nýtt blóð...
Eva , 29.1.2009 kl. 15:09
Það átti auðvitað að skipta um alla yfirstjórnendur strax eftir hrun. Ekkert endilega vegna þess þeir hefðu gert eitthvað rangt; heldur til að skapa traust í landinu.
Kristján Þór Gunnarsson, 29.1.2009 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.