Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Ég ...................
23.1.2009 | 13:03
Ég velti því stundum fyrir mér hversu miklu auðveldara lífið væri ef maður gæti séð útkomu gjörða sinna áður enn maður stekkur af stað. En ég er víst ekki búinn þeim hæfileika , verst finnst mér þegar að tilfangaleg hvatvísi mín særir þá sem mér þykir vænst um. Ég hef alla tíð átt mjög erfitt með að stjórna tilfinningum mínum ég finn hlutina mjög oft allt of sterkt.
Og það veldur mjög öfgakenndum viðbrögðum af minni hálfu ég velti því fyrir mér hvort þessi skortur á tilfingralegri húð hafi með það að gera að ég var misnotuð fyrst kynferðislega þegar ég var 5 eða 6 ára í heita-læknum í Öskjuhlíð af algjörlega ókunnugum manni . Þessi reynsla opnaði svo dyr fyrir aðra sem komu seinna allir mér ókunnugir það var eins og að þeir vissu að ég gæti með engu móti borið hönd yfir höfuð mér. Vítahringurinn var hafinn .
Ég hef nú samt verið það lánsöm að eignast 3 yndisleg börn með góðum manni. Þó að leiðir okkar hafi svo skilið seinna . Enda var ég of upptekinn við það að kljást við eigin veikindi til þess að sinna okkar sambandi nokkuð, ofan á ýmsa andlega vankanta og mikla veruleika hræðslu . Hef ég ekki alltaf verið heilsubest í líkamanum og ég velti því fyrir mér hvort þetta kannski bara tengist allt. Eins og er það tilviljun að ég hafi fari í 2 fóstureyðingar og seinna misst legið , eða tengist leg missirinn misnotkuninni ? Þessu velti ég fyrir mér fram og til baka og hef bara komist að einni niðurstöðu það er kominn tími til þess að halda áfram..........................
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfselska ?
23.1.2009 | 11:00
Í óendanleika lífs míns á ég ekkert svar lífið er hvorki gott né slæmt það bara er. Allt frá því að ég var lítil stelpa hefur mér fundist ég bera ábyrgð á hamingju fólksins í kringum mig. Og ég haf rembst eins og rjúpa við staur við að láta allt falla í ljúfa löð í kringum mig og að allir séu nú glaðir og ánægðir , það hefur ekki tekist sérstaklega vel því meira sem ég rembist því óhamingjusamara verður fólkið í kringum mig. Svo ég hef ákveðið að hætta þessum Florence Nightingale leik mínum og fara á námskeið í sjálfselsku.
Kv eiginhagsmunar Evan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Takk kæru mótmælendur.....
22.1.2009 | 21:23
Rosalega hugsa ég mikið þetta er bara alveg magnað ef ég væri eins dugleg að framkvæma og ég er að hugsa þá væri nú gósentíð hjá mér. Og ég mundi sífellt vera á þeyttingi um borg og bí. Á hraðferð eftir götu lífsins en þannig er það bara ekki ég er nefnilega frekar löt og værukær.
Ég hef einmitt verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að skella mér og mótmæla eins og góður borgari ætti að gera....En allt kemur fyrir ekki ég er of löt,, svo hræðist ég svona margmenni og þarf helst að vera við skál ef það eru fleiri en 4 í sama herbergi og ég .
Ég dáist nú samt af fólkinu sem er búið að standa vörð um lýðræðið fyrir mína hönd. Og ef guð og gæfa lofar hristi ég af mér þetta slen og fer og læt heyra all illilega í mér , ég vona bara að ég fái ekki skítapoka í hausinn . En fyrst þarf ég að komast út í búð.
Svo ég seigi bara takk takk kæru mótmælendur en ekki þeir sem henda hellum og saur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bráðum verð ég stór...
22.1.2009 | 18:44
Þegar hún hafði loksins fullorðnast leit hún til baka yfir farinn veg og lagði undir flatt.... Þetta voru búinn að vera viðburðarrík ár. Og allt frá því að hún mundi eftir sér var hún búinn að vera með þennan hnút í maganum.
Úr þessu ætti hnúturinn að vera orðin eins mikill hluti af henni og hjartað sjálft en einhvernmegin passaði hann illa og olli henni verulegum óþægindum það var alveg sama hvernig hún reyndi að koma sér fyrir henni leið ekki vel, hnúturinn var eins ofvaxið fóstur og lítið pláss eftir fyrir nokkuð annað...............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er ég svona áhugaverð ??
22.1.2009 | 15:51
Vegna mikillar eftirspurnar frá vinum og vandamönnum hef ég ákveðið að byrja aftur að blogga. Ekki hef ég hugmynd um hvað þeim finnst svona áhugavert við röflið í mér, mér hefur alltaf þótt ég frekar plain .....
Stundum tekur lífið óvæntum breytingum okkur algjörlega að óvörum, mitt gerði það núna í maí síðastliðnum það tók mig eiginlega í rassgatið.. Og ég af mínu alkunna jafnaðargeði brást við af miklum þroska ég fór í fýlu..... Og er eiginlega búinn að vera í fýlu síðan milli þess sem ég hef lagst niður og grenjað af miklum eldmóð,,,, skemmtilegt ekki satt.
Mér hefur nefnilega reynst erfitt að finna mína hillu í lífinu og fullorðnast og hef velt því fyrir mér hvort það sé vegna algjörs hæfileika skorts af minni hálfu og hvort ég sé hugmyndarfræðileg ófrjó.. En eftir þrálátar pælingar hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég hef marga óvenjulega og ótrúlega hæfileika, ég get,,,,, t.d talið ljósastaura af mikilli áfergju og veit nákvæmlega hvað það eru margir ljósastaurar á milli staða sem ég fer á ... Ég fer sko ekki á marga staði stundum getur ein búðarferð verið mér algjörlega ofviða og ég byrja öll að skjálfa og svitna af tilhulsunni einni saman smart ekki satt. Ég hef í gegnum tíðina leitað til lækna vegna þessara annmarka minna og þeir hafa sagt mér að hausinn á mér sé eitthvað vitlaus tengdur og það valdi þessari ofurviðkvæmni minni . Skildi heilablæðingin sem ég fékk hér um árið tengjast þessu eitthvað eins gott að spyrja að því í næstu ferð til læknisins.......???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)