Andvaka........

Andvaka eina ferðina enn, þetta er alveg merkilegt með mig ég get geispað og gapað allan daginn lon og don og nenni yfir ekki að halda mér vakandi á daginn .   Af því að mér þykir þetta allt svo hundleiðinlegt... Svo hlakka ég bara til þess að fara að sofa að fá að svífa inn í draumalandið og njóta mín þar ..... Svo loksins þegar það er kominn svefntími, fer hausinn á mér á flug ...hugsi hugsi hugsi.

Ég reyni við litlar undirtektir að seigja hausnum að drulla sér í svefn en allt kemur fyrir ekki . Best að telja kindur milljón og 2 milljón............. nei það gengur ekki  hann alveg harðneitar að hvíla sig og hamast eins og hamstur á hjóli..... En leið og klukkan fer að nálgast þann tíma sem ég á að koma mér á lappir er eins og það slökkvni ekki bara á heilanum heldur dofnar allur skrokkurinn  og þá hefjast samningaviðræðurnar við hann ,,, þú verður að fara á fætur börnin eru að verða of sein í skólan     neiii ég er veik börnin eru veik seigir heilinn og vil ólmur fá að sofa í friði.  En ég sigrast á heilanum og líkamanum og tekst fyrir kraftaverk að koma okkur öllum út ótrúlegt ekki satt.......

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég hef átt nokkur svona blogg í gegnum tíðina velkomin í hópinn

Brynjar Jóhannsson, 27.1.2009 kl. 10:23

2 Smámynd: Eva

Ég þakka fyrir það bara skemmtilegt að vera ekki ein . Mér líður strax betur að vita af öðrum þarna úti :)))

Eva , 27.1.2009 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband