Bara smá ljóð...................

Skrítið

 

Stundum er lífið svo skrítið,

þá finnst mér það nú ósköp lítið.

En þó það sé svona agnar smátt,

þá er það allt sem ég hef átt.

 

Og þó lífið hafi oftast sett mig í hálfgert kerfi,

Þá finnst mér gott að það hafi verið erfitt.

Því það hefur kennt mér svo margt,

þó hér verði aldrei allt sagt .

 

Stundum hefur mig langað til að deyja,

og beðið þess meira að segja.

En þá hefur mér hugkvæmst hátt,

að þetta líf er allt sem ég hef átt.

 

Ég hef haft kjark fram á seinustu stund,

og aldrei verið hrædd við að fara á þinn fund.

Því bið ég þig auðmjúklega herra,

láttu aldrei kjark minn þverra.

                                                      Eva lind



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Fallegt ljóð

Huld S. Ringsted, 9.9.2007 kl. 11:12

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mikið er þetta fallegt Eva mín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.9.2007 kl. 11:35

3 identicon

Eva... þetta er rosalega fallegt ljóð!

Nína (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 13:15

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Áhrifaríkt ljóð en vegna verkjanna þinna sem þú talaðir um fyrr tékkaðu á þessu:

http://www.minheilsa.is/

ég er nýbyrjuð að prófa þessar vörur og þær draga töluvert úr gigtarverkjum, vona að þær hafi líka læknandi áhrif en það kemur í ljós með tímanum. En ég ligg á mottunni og það er alls ekki eins vont og ég hélt í  byrjun að það yrði, eftir smálegu fer aukið flæði í vöðvana og góð vellíðunartilfinning.  

Guðrún Sæmundsdóttir, 9.9.2007 kl. 21:09

5 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Hallgrímur Óli Helgason, 10.9.2007 kl. 21:51

6 Smámynd: Eva

Eva , 10.9.2007 kl. 21:59

7 Smámynd: Eva

Guðrún þakka þér kærlega fyrir góða ábendingu mér líst mjög vel á þetta sérstaklega þar sem ég get ekki tekið neyt inn, lifrin á mér er nefnilega mjög slæmu standi eftir alla lyfjatökuna.

Ég á alveg örugglega eftir að prófa þetta.

Eva , 11.9.2007 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband