Fátækt er raunveruleg á Íslandi.

Ég velti því mjög oft fyrir mér hvernig að ófaglærðar sjálfstæðar mæður í láglaunastörfum fara að því að lífa út mánuðinn ég meina hvernig er hægt að lifa eins og dæmið hér að neðan sýnir?Woundering

",,Það að vera einstæð móðir á vinnumarkaðnum er klárlega dapurlegasta staðan sem hægt er að vera í. Vinnan er mikil, litlir peningar til að kaupa mat handa sjálfri sér og börnunum. Þú getur kannski keypt slátur á útsölu.

Þú hefur ekki efni á neinum sköpuðum hlut og engan tíma til aðsinna krökkunum. Þetta ástand gengur á engan hátt upp,” sagði viðmælandi. Kona sem hann þekkir fær 116.000 kr. útborgaðar á mánuði fyrir fulla vinnu að við bættum u.þ.b. 30.000 kr. á mánuði í meðlag; hún greiðir 40.-50.000 kr. í leigu í félagslega kerfinu og matur fyrir þrjá getur ekki farið undir 1.500 kr. á dag.

Þannig fara nær 100.000 kr. bara í húsnæði og mat. Þá á hún eftir að greiða dagvistunargjald fyrir eitt barn, hita og rafmagn, símreikninginn og e.t.v.strætókort. Launin duga ekki fyrir helstu nauðþurftum. Hún hefur hvorki efni á fötum né skóm á börnin, skólaferðalögum þeirra, heitum mat í skólanum, hvað þá tómstundum eða bíóferðum fyrir þau eða sjálfa sig. Hún getur ekki greitt lækniskostnað, þó hún fari í heilsugæsluna og alls ekki tíma hjá sérfræðingi. "

 ,,Mér finnst ekkert skrýtið að fólk gefist upp við þessar aðstæður!” sagði viðmælandinn. Í nýlegrigrein Hörpu Njáls (2006) kemur fram að stór hluti þeirra sem stunda láglaunastörf eru konur,m.a. við menntun og uppeldi barna á leikskólum, umönnun aldraðra og sjúkra og við gæslu og stuðning í grunnskólum."

"Hún nefnir þar dæmi um unga konu, með eitt barn á framfæri, sem vinnur sem ófaglærður starfsmaður á leikskóla í 100% starfi. Miðað við tekjur hennar (100%starf, meðlag og barnabætur) í janúar 2005 vantaði 47.000 kr. mánaðarlega (eða 25,5%) til að tekjur hennar dygðu til lágmarksframfærslu. Viðmælendur skilja af hverju einstæðar mæður með litla menntun gefast upp á vinnumarkaðnum. Á vissum aldri eru börnin veik til skiptis og ekki víst að atvinnurekendur séu umburðalyndir gagnvart því. Þunglyndi meðal ungra, einstæðra mæðra er algengt, enda hefur langvarandi þreyta og peningaleysi slæm áhrif á geðheilsuna. Sjálfsmat kvennanna molnar svo niður hægt og rólega.""

Tekið úr Bæklingnum Hvar þrengir að. Rauðikross Íslands maí 2006

Lesið bæklinginn hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er sammála um að fátækt sé raunveruleg á Íslandi... þekki fólk sem á ekkert eftir að búið er að borga allt það nauðsynlega.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.9.2007 kl. 18:11

2 identicon

birritjúng.... Eva Lind þú ert snillingur   Ég gæti varla búið til blogg síðu, hvað þá búið til "lesið bæklinginn hér" og það virkað...hehehe  En svo ég segi eins og er þá er fátækt í einni ríkustu þjóð heims staðreynd sem að við getum ekki flúið þó að flestir sjái sér ekki annað fært en að stinga hausnum í sandinn og láta sem að þetta séu allt "aumingjar sem að nenna ekki að vinna".   

Sigga (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 21:03

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta er því miður ömurleg staðreynd að svona skuli viðgangast í þessu "velmegunarþjóðfélagi" sem ráðamenn eru alltaf að segja að Ísland sé. Þeir ættu að prófa að lifa af þessum tekjum í nokkra mánuði.

Huld S. Ringsted, 11.9.2007 kl. 21:36

4 identicon

Eva Lind. Þetta er eins og hrein lýsing á mínu lífi sem ég tala um í svari mínu til Jóns Vals á síðu Höllu Rutar. Tekjurnar og útgjöldin.  Og eftir um hver mánaðarmót urðu nokkrar krónur. 

Ég er ekki í nokkrum vafa um að margir hafa og höfðu það enn verr en ég. 

Maiden (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 17:50

5 Smámynd: Eva

Já Maiden það er eins og að menn eins og Jón Valur geri sér ekki alveg grein fyrir hlutunum þegar að þeir gefa í skyn að mikill hluti kvenna sem fer fóstureyðingu geri það bara að því að þær nenni ekki að ala barnið upp.

Svo tala þeir um ættleiðingu eins og það sé ekkert mál fyrir konu að ganga með barnið í 9 mánuði...... það er nú svolítið meira en að segja það að stunda fulla vinnu og sinna kannski öðrum börnum seinustu mánuðina á meðgöngunni það vitum við konur sem höfum gengið í gegnum það manna best.

Ég las það sem þú skrifaðir inn á síðunni hennar Höllu, mér fannst þú vera mjög heiðarleg og smart .....ég segi bara flott hjá þér Maiden

And keep on going girl!

Eva , 12.9.2007 kl. 18:05

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ef þær fá enga utanað komandi hjálp er þetta vonlaust finnst mér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.9.2007 kl. 19:22

7 identicon

Takk fyrir það  :) ...ég bíð enn spennt eftir svari við spurningunum mínum frá honum

Maiden (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 21:41

8 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Ég skil hvað er verið að tala um, ég er og hef verið lengi ein af þessum konum, þar sem ég hef rétt svo efni á að borga leigu, bensín, barnapössun, og mat. Inná milli, kannski tvisvar á ári gat ég keypt föt á börnin, og svo lengi mætti telja.

Það er rosalega erfitt að lesa til um konur á Íslandi sem að varla meika það frá einum mánuði til næsta, sorglegt, sérstaklega þegar maður heyrir alltaf hversu ríkt Ísland er og svo framvegis. Þetta er líka svona í Bandaríkjunum, á að heita valdamesta og besta land í heiminum, en hér þarf maður að berjast eins og hermaður fyrir öllu... Svona er þetta blessaða líf, reynum að njóta þess eins mikið og við getum...

Bertha Sigmundsdóttir, 13.9.2007 kl. 01:44

9 Smámynd: Ásta María H Jensen

Það er ömurlegt að lesa þetta.  Fólk verður að finna ýmissa leiða til að fá hlutina ódýrar, undirbúa framtíðina langt fram í tímann. 

Ásta María H Jensen, 13.9.2007 kl. 08:36

10 Smámynd: Eva

Risa stórt knús til allra frá mér

Eva , 14.9.2007 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband