Dauðaósk?
12.8.2007 | 21:42
Ef þú ert haldinn dauðaósk, vinsamlegast haltu þig þá af götum okkar hina takk
Ég barasta meina það #svitn svitn# ef ég er ekki bara kominn með grátt hár! Var að keyra ofan af kjalanesi áðan hingað heim inn í mosfellsdal og eins og svo oft áður var annað hvort maður haldinn dauðaósk eða einhver sem heldur að hann sé súpermann að keyra á eftir mér......Ég var á 80-90 og á undan mé var bílaröð full af tjaldvögnum og svoleiðis,,,,,,
Súpermanninn fyrir aftan þurfti náttúrulega að drífa sig til Reykjarvíkur að bjarga ketti ofan úr tré, þannig að það er algjörlega skiljanlegt að hann skildi hætta lífi okkar hinna við það að reyna að taka fram úr, hetjan endaði 5 bílum á undan mér inn í mossó.... ætli að hann sé búinn að missa flugprófið.........
kkv lífsviljinn.
Athugasemdir
Það er einmitt málið þeir halda að þeir séu Súperman, ósigrandi hetjur æskunnar.
Halla Rut , 14.8.2007 kl. 00:51
Svona menn eru glæpamenn.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.8.2007 kl. 16:54
Sammála báðum hér að ofan...
Bjarney Hallgrímsdóttir, 14.8.2007 kl. 21:51
Jæja - ég reikna með að hann hafi hærri blóðþrýsting en þú
Halldór Sigurðsson, 16.8.2007 kl. 22:16
Það er nefnilega kaldhæðnin í þessu. Með því að leggja líf sjálfs síns, fjölskyldu sinnar og allra sem á vegi hans voru, í hættu, þá flýtti hann ferð sinni kannski um 10 mínutur. Í mesta lagi. Skrýtið hvað margt fólk er fífl.
Jóna Á. Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 15:19
Jamm blóðþrýstingurinn minn er fínn
Eva , 20.8.2007 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.