Takk kæru mótmælendur.....

Rosalega hugsa ég mikið þetta er bara alveg magnað ef ég væri eins dugleg að framkvæma og ég er að hugsa þá væri nú gósentíð hjá mér. Og ég mundi sífellt vera á þeyttingi um borg og bí. Á hraðferð eftir götu lífsins en þannig er það bara ekki  ég er nefnilega frekar löt og værukær.

Ég hef einmitt verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að skella mér og mótmæla eins og góður borgari ætti að gera....En allt kemur fyrir ekki ég er of löt,, svo hræðist ég svona margmenni og þarf helst að vera við skál ef það eru fleiri en 4 í sama herbergi og ég .

Ég dáist nú samt af fólkinu sem er búið að standa vörð um lýðræðið fyrir mína hönd.  Og ef guð og gæfa lofar hristi ég af mér þetta slen og fer og læt heyra all illilega í mér , ég vona bara að ég fái ekki skítapoka í hausinn . En fyrst þarf ég að komast út í búð.

 Svo ég seigi bara takk takk kæru mótmælendur en ekki þeir sem henda hellum og saur.Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband