Færsluflokkur: Bloggar
Bara smá ljóð...................
9.9.2007 | 03:41
Skrítið
Stundum er lífið svo skrítið,
þá finnst mér það nú ósköp lítið.
En þó það sé svona agnar smátt,
þá er það allt sem ég hef átt.
Og þó lífið hafi oftast sett mig í hálfgert kerfi,
Þá finnst mér gott að það hafi verið erfitt.
Því það hefur kennt mér svo margt,
þó hér verði aldrei allt sagt .
Stundum hefur mig langað til að deyja,
og beðið þess meira að segja.
En þá hefur mér hugkvæmst hátt,
að þetta líf er allt sem ég hef átt.
Ég hef haft kjark fram á seinustu stund,
og aldrei verið hrædd við að fara á þinn fund.
Því bið ég þig auðmjúklega herra,
láttu aldrei kjark minn þverra.
Eva lind
Bloggar | Breytt 10.9.2007 kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fóstureyðingar.
7.9.2007 | 16:50
Það er búinn að fara fram heit umræða um fóstureyðingar núna undanfarna daga á netinu, ég hef reynt að koma því sjónarmiði mínu á framfæri að ég er ekki á móti fóstureyðingum vegna þess að ég tel að meta verði hvert mál sérstaklega og fólk eigi alls ekki að alhæfa neitt í þessum efnum.
Ég hef leyft mér það að vitna í eigin reynslu hvað þessi mál varða enda er hún mín eigin og gefur mér ágætis innsæi í þessi mál. Eitthvað fór það fyrir brjóstið á honum Magnús Ingaog benti hann mér góðfúslega á að ræða mín mál í einrúmi við einhvern (ekki veit ég af hverju ég ætti að þurfa þess) því að þetta væri ekki viðeigandi á opinberri síðu þetta þótti mér frekar fyndið þar sem að hann hafði þegar kallað mig morðingja opinberlega en þolir svo ekki að ég skuli vitna í reynslu mína og segjast ekki sátt við að vera kölluð morðingi.
Hvað finnst ykkur?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Þreytt þá því að vera veik og veik á því að vera þreytt......
6.9.2007 | 15:19
Arggin ....gargin svakalega get ég orðið þreytt á sjálfri mér stundum..,,,, ég bara þoli ekki þegar ég dett ofan í svona sjálfsvorkunn og það sem meira er ég er hundleiðinleg þegar ég læt svona,,,,,, en hvað er til ráða kannski bara að ég horfi á gamanmynd og reyni að hlæja eins og hross hnegg hnegg
Stundum reyni ég að huga um hvað ég hef það í raunin gott og hvað ég bý í yndislegu landi og hvað ég þekki mikið að yndislegu fólki.......Og stundum verð ég alveg svakalega reið og steytti hnefana framan í guð og spyr af hverju ég !!!!!!!!er ekki komið nóg,( af hverju ekki ég ) ég get semsagt verið alveg svakalega sjálfhverf,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, svo reyni ég að hugsa um alla sem hafa það mikið verr en ég eru kannski veikir og eiga engan að, eða þá sem liggja fyrir dauðanum,,,,, en á svona dögum getur það verið erfitt búhúhú grenj
Kkv grenjuskjóðan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Guð hefur valdið til þess að sýna sig.
31.8.2007 | 18:14
Sumir skýla sig á bakvið það sem í biblíunni stendur og nota hana til þess að rökstyðja mál sitt og halda því svo fram að það hafi aldrei verið vinsælt eða auðvelt að vera kristinn. Það finnst mér ekki rétt, það er bara ekkert auðvelt að vera manneskja og reyna að breyta rétt sama hverrar trúar þú ert
Sumir menn eru ótrúlega fróðir og hafa þann hæfileika að geta komið skoðunum sýnum á framfæri á mjög sannfærandi hátt, miklum gjöfum fylgir mikil ábyrgð.
Ég sjálf hef rifið kjaft ofan í rassgat............ég hef farið frjálslega með sannleikann, svikið og sært aðra,,, allt í nafni þess að mín skoðun væri sú eina rétta.........en það færði mér enga hamingju.
Ég trúi á guð og hef alltaf gert það, ég trúi í einlægni á hann og stundum hefur trú mín verið veik en oftast sterk, hann hefur komið mér í gegnum ótrúlegustu hluti þegar að ég sjálf var búinn að gefast upp ... Hann hefur sýnt mér að kærleikurinn er mestur.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Brjálað að gera og engin tími til þess að blogga!
29.8.2007 | 21:23
Úff úff svitn Það er sko búið að vera brjálað að gera..... er nú samt kominn niður í 110 kíló en ætti kannski bara að vera kominn í kjörþyngd miða við hvað ég snýst oft í hringi...... Var að reikna út launin hérna í vinnunni og er að fara heim að læra og ætli að ég þurfi ekki að ath með krakkana líka er að rifna úr stolti yfir þessum börnum mínum þau eru sko algjört æði öll sá elst kominn í menntó!!!??? svakalega er tíminn fljótur að líða ...................blahhhhh
Kkv
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Kvíðakast
20.8.2007 | 20:55
Fékk líka eitt svona gasalega skemmtilegt kvíðakast yfir komandi vetri, bara trylltist úr áhyggjum yfir öllu því sem ég þarf að skipuleggja og koma í verk. Ég er alltaf alveg viss um það á hverju einasta hausti að ég eigi bara ekki eftir að standa undir þessu öllu saman uppeldi,skóli,þrif,vinna,þvottur,heimanám,þrif,fótbolti.sofa,elda,þverflauta osvfrv úff svitn svitn en það tekst alltaf einhvernvegin að púsla þessu öllu saman.
Og ég er alltaf jafn hissa á hverju vori, að ég skildi hafa komist í gegnum þetta allt saman kraftaverk Tek mér svo gott sumarfrí slæ öllu upp í kæruleysi og fríka svo út þegar að haustið nálgast á ný og veit ekkert hvern ég á að fara að því að skipuleggja og aga sjálfa mig upp á nýtt.
Er ekki hringrás lífsins dásamleg
Kkv Stressfríkið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Dauðaósk?
12.8.2007 | 21:42
Ef þú ert haldinn dauðaósk, vinsamlegast haltu þig þá af götum okkar hina takk
Ég barasta meina það #svitn svitn# ef ég er ekki bara kominn með grátt hár! Var að keyra ofan af kjalanesi áðan hingað heim inn í mosfellsdal og eins og svo oft áður var annað hvort maður haldinn dauðaósk eða einhver sem heldur að hann sé súpermann að keyra á eftir mér......Ég var á 80-90 og á undan mé var bílaröð full af tjaldvögnum og svoleiðis,,,,,,
Súpermanninn fyrir aftan þurfti náttúrulega að drífa sig til Reykjarvíkur að bjarga ketti ofan úr tré, þannig að það er algjörlega skiljanlegt að hann skildi hætta lífi okkar hinna við það að reyna að taka fram úr, hetjan endaði 5 bílum á undan mér inn í mossó.... ætli að hann sé búinn að missa flugprófið.........
kkv lífsviljinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég er biluð#####%*** og Bloggið rokkar!!!
9.8.2007 | 04:04
Hér sitt ég um miðja nótt og og les og les blogg ekki misskilja mig mér finnst það alveg svakalega gaman, en það er alveg spurning hvort að þetta næturbrölt sé holt.... fíkn fíkn
Ég verð að segja að ég er að skemmta mér alveg konunglega yfir öllum þessum skrifum ykkar ég meina mig hefði aldrei órað fyrir því hvað bloggið er fjölbreytilegt og fróandi fyrir þyrstan anda eins og minn ,,,já mér þykir þið bara fjand,,, skemmtileg öllsömul ,,,,,,,,,,,,,,hér úir og grúir af allskonar skrifum sum bloggin eru svo fyndin að ég pissa næstum í mig *fliss slef prump* af hlátri önnur eru meinfýsin og útsmogin. Og sum því miður átakanleg og sorgleg en öll eru þau jafn upplýsandi og frábær hver fugl syngur með sínu nefi og gott er að gefa af sér og fá til baka..........
kkv og þakkir Blogga
Bloggar | Breytt 10.8.2007 kl. 01:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Klukk Klukk hvern andsk á ég að segja!!!
9.8.2007 | 00:23
1. Ég get verið ferlega úrill og öfug á morgnana.
2. Mér finnst minnimalismi ekki smart ég er ekki einu sinni viss um að ég kunni að skrifa eða bera fram orðið.
3. Mér finnst ferlega fúlt að vera ekki lengur með leg, eggjastokka og allt tilheyrandi, ja´þó svo að ég sé svo lánsöm að eiga 3 yndisleg börn finnst mér það samt algjör bömmer, jaam ég veit ég er kominn ferlega stutt á hinni kosmísku þroskabraut.
4. Það fer stundum alveg svakalega í taugarnar á mér þegar fólk segir "það hefði geta verið verra" og " guð leggur ekki meira á neinn heldur en að hann getur borið". Miða við ástandið á taugakerfinu á mér ætla ég að leifa mér að vera ósammála..
5. Ég mála og bý til sögur í hausnum á mér.
6.Ég er stundum alveg skíthrædd og óörugg.
7.Mér finnst ástarsögur æðislegar og ég leggst stundum í algjört ástarsögu sukk ,,,, roðn roðn
8. Mér finnst orðið kvennaklám ógeðslega hallærislegt ég meina er ekki klám bara klám?
ps Berta ég þarf að spyrja vinkonuna hvernig Ameríkana hún vill ég er svo heppinn að ég á einn svoleiðis sjálf,,,,,,, en hann bara grenjar ekki mamma hans er íslensk þannig að það getur verið að tárakyrtlarnir hans séu bara svona svakalegir víkingar, ég spurði hann einu sinni af hverju hann grenjaði aldrei eina svarið sem ég fékk var bara svona blank steer
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
113 kíló og grenjandi ameríkani!!!!!!
8.8.2007 | 01:57
Dreif mig í ræktina í dag og drullaði vinkonunni með, sú var nú aldeilis hress ...... Ég er búinn að vera að reyna að gera það upp við mig hvort ég eigi að vera að gefa upp kílóin hér ákvað svo bara að gera það "þú getur ekki breytt því sem þó viðurkennir ekki", eins og doktor Phil segir. Ég elska doktor Phil það vita það allir á mínu heimili að þegar Philarinn birtist á skjánum þá er eins gott að ........ella hafa v### af, já það er alveg makalaust hvað mér þykir maðurinn æðislegur.
En fyrst ég er að minnast á Phil þá á ég vinkonu sem deilir minni skoðun og horfir mikið á goðið,,,,, og hún hefur komist að því að allir í USa grenja!!!! og eru alveg svakaleg tengdir,,,, það skiptir engu máli hvort þú ert kona eða karl ungur eða gamall allir grenjaeða í það minnst tárast..... Og þessari vinkonu minni hefur allaf langað til að eignast mann sem getur grenjað . Hún er einnig samfærð um það að það sé eiginleiki sem fáir ef þá nokkrir íslenskir karlmenn búi yfir. Og boy hún hefur nú reynt þá m,,,,,,,,,,,tíhí hik lol maður á að seigja satt. það er okkar einlæga trú að grenjandi menn sé betri en þeir sem grenja ekki;;; að þeir sé ef svo mæti að orði komast betur tengdir,,,,,,,,,,,,,, ég vil taka fram að við höfum ekkert fyrir okkur í þessu því við höfum aldrei séð grenjandi karlmann nema í sjóvarpi þannig að hands on reynslu vantar. Því miður grej grenj hikst.........
Allavega þar sem ég er þekkt fyrir að vera vinur vina minna auglýsi ég hér með eftir grenjandi Ameríkana sem má samt ekki grenja of mikið.
Kkv . 3 stafa konan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)