Færsluflokkur: Bloggar
1,2 dagar í .........
5.8.2007 | 07:58
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er ég með g-strengsfötlun?
4.8.2007 | 18:50
Ég á allnokkrar vinkonur sem halda því fram að g-strengur sé eitt að því nauðsynlegasta og þægilegasta í fataskápnum................þvílíkur live saver
Ég hef einhvernvegin aldrei skilið það þannig að þangað til í gær hafði ég aldrei eytt meira en 5 mínútum í svoleiðis grip. Til þess að gera langa sögu stutta þá hef ég verið eitthvað löt við það að þvo þvott undanfarið kannski að það sé bara góða veðrið sem við höfum verið svo heppin að hafa eða það gætti verið eðlislægt óþol mitt fyrir heimilisverkum hver veit...?????
Allavega þá var því þannig komið í gær að ég átti engar hreinar næríur nema nokkra g-strengi sem hafa fyrir einhverja tilviljun endað í skúffuni minni.....svo að ég velti því fyrir mér í augnablik hvort ég ætti að ver nærbuxnalaus eða hvort ég skildi skella mér í streng..strengurinn hafði yfir höndina....
HVAÐ HAFIÐ ÞIÐ KONUR(menn?) VERIÐ AÐ HUGSA ..... hvernig geta þessir STRENGIRverið svona vinsælir ekki í mínum villtustu,,,,,,, hefði ég getað ímyndað mér hversu ógeðslega óþægilegir þessir strengir eru ojbarasta.........ég komst að því að þú mátt alls ekki hreyfa þig of mikið í slíkum grip án þess að það strekkist óþælega mikið á honum það er ekki mörgum blöðum um það að flétta ég endaði daginn nærbuxnalaus............
Vinsamlegast látið mig vita ef það er einhver sérstök kúnst við það að klæðast streng ég er tilbúinn til þess að taka leiðsögn.
Hefur einhver hugmynd um af hverju þessar hálfnærbuxur eru kallaðar g-strengur ég mundi deila minni hugmynd ef hún væri prent hæf tíhí lol
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Verslunarmannasukk.........????
3.8.2007 | 15:01
Mér heyrist það á öllum fréttum að nú eigi að verða breyting á hvað varðar verslunarmannahelgina að landinn sé búin að fá nóg að öllu sukki og svínaríi sérstaklega hvað varðar börn og unglinga. Ég ætla bara að vona að það sé rétt mér hefur síðan að ég komst til vits og ára alltaf þótt mjög furðuleg þessi stemning sem myndast á útihátíðum okkar.
Það er eins og að við förum mörg ár aftur í tíman þá er ég ekki að tala um áratugi heldur aldir göngum aftur í víking ef ég mætti segja sem svo,,,, víkingarnirforfeður okkar yrðu allavega stoltir af drykkjunni.
Það eina sem hefur kannski breyst núna í seinni tíð er að fórnalömbun ofdrykkjunnar er boðið upp allskyns áfallhjálp á staðnum ............ sem aðstandendum hátíðanna er gert skylt að bjóða uppá (furðulegt???) Mér finnst eins og það sé í sjálfu samþykki okkar á því sem er að gerast á þessum hátíðum pæling.....
Með von um að áfallateymin hafi sem minnst að gera um helgina góða skemmtun....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyndið!!!!
3.8.2007 | 14:01
rakst á þetta myndband það er mjög fyndið ........lol
http://www.youtube.com/watch?v=BhDUJVf6IcY
Er að prófa mig áfram og athuga hvað ég get gert hér á blogginu finnst ég vera að ná einhverjum þroska hér..... tölvan hefur aldrei verið samvinnufúsari
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
úr einu í annað:::::?
2.8.2007 | 23:42
Fór í heimsókn í dag til Söru Líf dóttir hennar Lilju vinkonu, það var alveg ofboðslega gaman að hitta hana, í eitt augnablik fannst mér eins og Lilja væri að horfa á mig út í gegnum augun á henni, mér fannst það svolítið skrýtið því að ég sá aldrei þennan svip í augunum á henni þegar að Lilja var á lífi, hún er svo dýrmæt litla stýrið. Við erum svo að fara í sund saman á miðvikudaginn það verður gaman.
Það er svo skrýtið þegar að einver deyr þá er ekkert eins og að viðkomandi sé farinn ég meina maður það er eins og að Lilja sé en þá hér þó ég geti kannski ekki hringt í hana lengur og ráðfært mig við hana þá er það nú bara einhvern megin þannig að þegar mig vantar ráð frá henni þá sé ég hana bara fyrir mér í huganum og ég veit bara alveg upp á hár hvað henni hefði fundist mér finnst þetta nú bara samt algert svindl hún geti ekki verið hérna á jörðinni með okkur en svona er þetta bara
Fór út að borða áðan með genginu á Ítalíu maturinn var æði en hann er það alltaf þar!!í þetta skipti var þjónustan bara hreint ágæt fékk mér rétt númer 130 (skildi ekki alveg hvernig að hann gat verið númer 130 þegar að það eru bara svona sirka 30 réttir allt í allt á matseðlinum hummm) en hann var mjög góður bað um hann sterkan og fékk hann þannig húrra fyrir kokkinum... fékk mér svo hvítvín hússins það var eitthvert ítalskt vín mér fannst það ekkert spes...
Sumir ónefndir höfðu fengið sér aðeins of mikið neðan í því og viðkomandi þarf greinilega á því að halda að fara á næmni námskeið hann er samt alveg besta skinn ekki misskilja mig,,,,, og þó að það væri ekki góð mæting skemmti ég mér vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
ítalía ég hlakka svo til
2.8.2007 | 19:47
Er að fara út að borða núna á Ítalíu maður fær sko alltaf alveg svakalega góðan mat þar,,,,,hann bætir allavega alveg upp þjónustuna hún er svona út og suður og allavega.
Ég er búinn að ákveða hvað ég fæ mér í kvöld spaghetti & meateballsalgjört æði.................ummmmmmmm hlakka til að sjá alla þar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tölvu ólæsi
31.7.2007 | 15:45
Ég er alveg örugglega með svoleiðis mér gengur bara ekki neitt að tölvuvæða sjálfa mig, en nú ætla ég að taka á honum stóra mínum það er alveg á hreinu..... Mig langa til þess að byrja að blogga mér finnst það töff ekki spyrja mig afhverju ég hef bara ekki hugmynd um það. Ég veit þó eitt það er ódýrara en að fara til sálfræðings
Já nú er sko málið að tölvu væðast í eitt skipti fyrir öll ég ættla að verða mega skipulögð og svoleiðis sitja inn allar fjölskyldumyndirnar og allt þannig!!! ef ég bara finn þær einhverstaðar í óreiðunni jú jú þær eru hérna einhversstaðar### það er alveg merkilegt miða við það hvað allir segja að ég sé bullandi ofvirk hversu vanvirk ég get verið!!! pæling....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Smá vinnustaðar-húmor
18.12.2006 | 00:40
Til allra starfsmanna:
Það er mér mikil ánægja að tilkynna að jólahlaðborð fyrirtækisins, verður haldið hér á staðnum þann 28 desember. Jólaskreytingar verða komnar á sinn stað og lítil hljómsveit mun spila vinalega og velþekkta jólasöngva. eigandinn kemur og leikur jólasveininn og hann ætlar líka að kveikja á jólatrénu. Þið megið koma með jólagjafir en þær mega ekki kosta meira en 500 krónur.
Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar friðar á aðventu og gleðileg jól.
Eva Lind starfsmannastjóri
Til allra starfsmanna:
Það var aldrei ætlun mín að móðga vinnufélaga okkar sem ekki halda jólin hátíðleg. Ég veit að helgidagarnir þeirra eru ekki alveg samstæðir okkar. Þess vegna köllum við jólahlaðborðið framvegis árslokaveislu. Af þessum ástæðum verður ekkert jólatré og engir jólasöngvar, eigandi hefur lofað að skilja jólasveinabúninginn eftir heima
Og ég hef nú sagt mig úr þjóðkirkjunni og aðhallast ekki lengur neinni sérstakri trúarstefnu, svo ég ætti nú ekki að klikka á því í framtíðinni að sína fullkomna óhlutdrægni.
Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar góðra stunda.Eva Lind starfsmannastjóri
Til allra starfsmanna:
Félagi í AA-samtökunum sem ekki vill láta nafns síns getið af eðlilegum ástæðum, krefst þess að á árslokaveislunni verði þurrt borð. Mér er sönn ánæga að tilkynna að það verður orðið við þessum óskum en vil um leið benda á að þurrkinn eftir veisluna get ég ekki ábyrgst. Þar að auki verða ekki gefnar jólagjafir þar sem að verkalýðsfélagið frétti af þessum jólagjafa-skiptileik okkar og mótmælti harðlega, það telur 500 krónur allt of háa upphæð í jólagjafir.
Eva Lind starfsmannastjóri
Til allra starfsmanna:
Að sjálfsögðu tökum við tillit til þeirra sem ekki reykja. Teppi verður notað til að skipta veislusalnum í tvær deildir. Möguleiki er á að hafa reyklaust fólk í tjaldi fyrir utan veitingahúsið.
Eva Lind
Til allra starfsmanna:
Með mikilli útsjónarsemi hefur mér tekist að stilla salnum þannig upp fyrir félaga okkar úr megrunarklúbbi fyrirtækisins að þeir sitji sem lengst frá hlaðborðinu. Ég passaði líka upp á það að taka frá sæti fyrir ólétta sem næst salernisdyrunum. Hommar geta að sjálfsögðu fengið að sitja hlið við hlið ef þeir vilja.
Eva
Til allra starfsmanna:
Nei lesbíur þurfa ekki að sitja hjá hommunum og þær geta líka fengið sér borð ef þær vilja, að sjálfsögðu verður passað upp á að blómaskreytingarnar á öllum borðum verði allar eins og að þær séu allar jafn stórar.
Ég er líka búinn að láta kokkana vita af því að ekkert svínakjöt má koma nálægt þeim mat sem verður á hlaðborðinu, boðið verður upp á svínakjöt á sér borði sem verður sérstaklega stúkað af.
Ég man ekki lengur hvað ég heiti p.s. Gott væri ef einhver gæti sent mér nafn og titil í tölvupósti.
Til allra starfsmanna:
Grænmetisætur! Ég beið nú bara eftir að heyra frá ykkur. Mér er svo innilega, alveg skít sama hvort veislan passar fyrir ykkur eða ekki, étið bara ykkar helv salat og hráu tómata. Munið svo að tómatar hafa líka tilfinningar. Þeir æpa þegar maður sker í þá, ég hef sjálf heyrt í þeim.Félag starfsfólks án sérþarfa hvað er það?! Mín vegna getið þið öll farið til tunglsins 28.des til að sitja eins langt frá öðru starfsmönnum og þið mögulega getið. Njótið,.Jæja vonandi eru allir ánægðir, ekki það að mér sé ekki drullu sama, ég er á leiðinni annað.
Ég óska svo öllu staffinu hvínandi góðra jóla, drekkið ykkur drullu-full, svo þið farið í kóma!
Kveðja "TÍKIN" á skrifstofunni
Til allra starfsmanna:
Ég er viss um að ég tala fyrir hönd okkar allra, þegar ég óska Evu Lind góðs bata. Það verður metið við ykkur ef þið sendið henni kort með góðum óskum á Geðdeildina. Ég hef ákveðið að það verður ekki nein árslokaveisla eða jólahlaðborð. Þið megið taka ykkur frí allan daginn þann 28. desember á fyrirtækisins kostnað. Gleðileg jól!
Kveðja eigandinn
Smá grín vonandi hafa allir húmor fyrir þessu rakst á eitthvað svipað á netinu og fannst við þurfa okkar eigin útgáfu. Gleðilega hátíð Eva Lind.....:)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ljóð
17.12.2006 | 02:37
Skrítið
Stundum er lífið svo skrítið,
þá finnst mér það nú ósköp lítið.
En þó það sé svona agnar smátt,
þá er það allt sem ég hef átt.
Og þó lífið hafi oftast sett mig í hálfgert kerfi,
Þá finnst mér gott að það hafi verið erfitt.
Því það hefur kennt mér svo margt,
þó hér verði aldrei allt sagt .
Stundum hefur mig langað að deyja,
og beðið þess meira að segja.
En þá hefur mér hugkvæmst hátt,
að þetta líf er allt sem ég hef átt.
Ég hef haft kjark fram á seinustu stund,
og aldrei verið hrædd við að far á þinn fund.
Því bið ég þig auðmjúklega herra,
láttu aldrei kjark minn þverra.
Eva lind
Bloggar | Breytt 18.12.2006 kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja þá er best að byrja...
15.12.2006 | 18:49
Það hljómar örugglega svolítið furðulega þegar ég seigji frá ástæðunni fyrir því að ég ákvað loksins að byrja að blogga. Ég hef í gegnum árin oft hugsað um að byrja en aldrei haft mig út í það yfirleit finnst mér ég bara ekki hafa neit merkilegt að seigja.
En ástæðan á bakvið þetta núna, er að góð vinkona mín var að deyja og ég hef ákveðið að útbúa svona minningarsíðu fyrir hana.
Hún er hér tilhliðar undir bloggarnir mínir!!!
En fyrst þarf ég nú að finna út úr því hvernig þetta allt saman virkar
Bloggar | Breytt 17.12.2006 kl. 02:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)